Óttast að þúsundir deyi af völdum sjúkdóma á skjálftasvæðunum

Tjaldbúðir í Balakot í Norður-Pakistan.
Tjaldbúðir í Balakot í Norður-Pakistan. Reuters

Þúsund­ir manna sem misstu heim­ili sín í jarðskjálft­an­um í Pak­ist­an í síðasta mánuði eiga á hættu að deyja úr sjúk­dóm­um við slæm­ar aðstæður í tjald­búðum, að því er bresku hjálp­ar­sam­tök­in Oxfam sögðu í dag. Tugþúsund­ir manna hafi leitað skjóls í tjald­búðum sem marg­ar hverj­ar séu á flóðasvæðum og hrein­lætisaðstaða í þeim sé oft ófull­nægj­andi.

Oxfam segja að neyð fólks sem ekki kom­ist frá af­skekkt­um þorp­um hafi skyggt á áþján fólks­ins sem búi í tjald­búðunum. Íbúum þorp­anna sé al­var­leg hætta búin, einkum þegar byrji að snjóa, eins og nú hef­ur verið spáð, en fjöl­miðlar hafi ekki veitt tjald­búðafólk­inu jafn mikla at­hygli.

Jarðskjálft­inn sem varð átt­unda októ­ber varð um 80.000 manns að bana, og yfir þrjár millj­ón­ir misstu heim­ili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert