Yfirmaður WHO: Aðeins tímaspursmál hvenær flensufaraldur brýst út

Hermenn slátra kjúklingum í þorpi í Liaoning héraði í Kína. …
Hermenn slátra kjúklingum í þorpi í Liaoning héraði í Kína. Kínverjar hafa aukið til muna aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensu. AP

Lee Jong-Wook, yfirmaður alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, varaði við því í dag að einungis væri tímaspursmál hvenær flensufaraldur brytist út. Kom þetta fram í máli hans þegar hann setti þriggja daga ráðstefnu um baráttuna gegn fuglaflensu af stofni H5N1. „Ef við verðum ekki viðbúin mun næsti faraldur valda ómældum hörmungum ... Ekkert land mun sleppa og ekkert hagkerfi verða óskaddað.“

Ráðstefnan fer fram í Genf og hana sitja um 400 sérfræðingar og ráðamenn hvaðanæva úr heiminum. Verða þeim þar veittar nýjustu upplýsingar um fuglaflensuna og fara þeir einnig yfir aðgerðir er miða að því að auka eftirlit með dýrum og undirbúa viðbrögð við faraldri meðal fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert