Vopnahlésdagurinn haldinn hátíðlegur í Bretlandi

Fyrrum hermaður úr seinni heimsstyrjöldinni laut höfði á þagnarstund í …
Fyrrum hermaður úr seinni heimsstyrjöldinni laut höfði á þagnarstund í Bretlandi klukkan 11 í dag. Reuters

Milljónir Breta tóku þátt í þagnarstund víðs vegar um Bretland klukkan 11 í morgun er þeir héldu Vopnahlésdaginn (e. Armistice Day) hátíðlegan og minntust þeirra hermanna sem fallið hafa í stríði. Á Vopnahlésdeginum er þess minnst að fyrri heimsstyrjöldinni lauk á þessum degi árið 1918. John Reid, varnarmálaráðherra Bretlandlands, sagði í ræðu sinni í dag menn minnast hetjulegra fórna breskir hermanna í báðum heimsstyrjöldum og þakkaði jafnframt þeim hermönnum sem nú eru við skyldustörf.

„Ég er mjög stoltur yfir árangri herafla okkar, sem oft starfar við erfiðar aðstæður,“ sagði hann.

Elsti fyrrverandi hermaðurinn sem þátt tók í hátíðarhöldunum var Henry Allingham, sem er 109 ára, en hann ferðaðist til norðurhluta Frakklands til að leggja blómsveig til minningar um fallna félaga sína á vesturvígstöðvunum.

Í Lundúnum var grafarþögn þegar Big Ben klukkan í breska þinghúsinu sló 11 högg í tilefni dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert