Ljósleiðari Farice tekinn úr sambandi í nótt

Farice-sæstrengurinn.
Farice-sæstrengurinn.

Í Skotlandi er nú unnið að auknu öryggi ljósleiðara sem tengir Farice sæstrenginn við samskiptamiðstöðvar í stórborgum Bretlands. Í nótt verður skipt út leiðara á stuttum kafla nyrst í Skotlandi og verður lagður betur varinn strengur í staðinn. Vegna þeirrar vinnu mun samband um Farice strenginn rofna í um þrjár til fjórar stundir á tímabilinu frá klukkan eitt í nótt til klukkan sex í fyrramálið.

Í tilkynningu frá Farice hf. sem á og rekur Farice strenginn kemur fram að meðan á þessu standi velti samband við útlönd á þeirri varaleið sem viðskiptavinir Farice, svo sem Og Vodafone, Síminn og færeysk símafélög, hafa upp á að bjóða. Fjarskiptafyrirtækin veiti jafnframt viðskiptavinum sínum nánari upplýsingar ef á þurfi að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert