Ljósleiðari Farice tekinn úr sambandi í nótt

Farice-sæstrengurinn.
Farice-sæstrengurinn.

Í Skotlandi er nú unnið að auknu ör­yggi ljós­leiðara sem teng­ir Farice sæ­streng­inn við sam­skiptamiðstöðvar í stór­borg­um Bret­lands. Í nótt verður skipt út leiðara á stutt­um kafla nyrst í Skotlandi og verður lagður bet­ur var­inn streng­ur í staðinn. Vegna þeirr­ar vinnu mun sam­band um Farice streng­inn rofna í um þrjár til fjór­ar stund­ir á tíma­bil­inu frá klukk­an eitt í nótt til klukk­an sex í fyrra­málið.

Í til­kynn­ingu frá Farice hf. sem á og rek­ur Farice streng­inn kem­ur fram að meðan á þessu standi velti sam­band við út­lönd á þeirri vara­leið sem viðskipta­vin­ir Farice, svo sem Og Voda­fo­ne, Sím­inn og fær­eysk síma­fé­lög, hafa upp á að bjóða. Fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in veiti jafn­framt viðskipta­vin­um sín­um nán­ari upp­lýs­ing­ar ef á þurfi að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert