Strákurinn reyndist vera stelpa

Bresku kærustupari brá heldur betur í brún þegar það baðaði nýfætt barn sitt og komst að því að það væri stúlka. Við fæðingu barnsins sagði ljósmóðirin nefnilega að strákur hefði komið í heiminn. Stjórnendur sjúkrahússins, sem barnið fæddist á, óttast nú að börnum hafi verið víxlað og kröfðust DNA-rannsóknar á blóðsýnum úr parinu til að skera úr um hvort stúlkan væri þeirra. Þurfa hinir nýbökuðu foreldrar að bíða í fimm vikur eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.

„Það var erfitt að hafa barnið á brjósti í fyrstu þar sem ég var ekki viss um að ég ætti það,“ sagði móðirin, Sarah Wilson. „Þegar hún fæddist var mér óskað til hamingju með „hinn nýfædda og fallega dreng“ og ljósmóðirin vafði strax handklæði utan um hana þannig að ég sá hana ekki,“ sagði Wilson. Næsta dag hefði hún baðað barnið og þá hefði ekki farið milli mála að um stúlku væri að ræða. Foreldrarnir urðu skelfingu lostnir og héldu að skipt hefði verið um barn.

Talsmenn sjúkrahússins hafa beðið parið innilega afsökunar á mistökunum og mun brátt koma í ljos hvort um ljósmóðirin hafi mismælt sig eða hvort börnum hafi verið víxlað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert