Maður brann lifandi eftir að hann hafði reynt að kveikja í níræðri frænku sinni á heimili hennar í norðurhluta Grikklands í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn ofurölvi þegar hann réðst á frænkuna í morgun.
Lögregla segir að frænkan hafi komist lífs af frá árásinni en hún hlaut minniháttar brunasár. Frændinn, sem var 52ja ára gamall, hellti bensíni yfir gömlu konuna og um leið fór mikið af bensíninu á hann. Í kjölfarið kveikti hann eld með kveikjara og þá varð ekki aftur snúið og hann lést.
Konan sagði við lögregluna að hún vissi ekki til þess hún hafi átt í nokkrum útistöðum við frændann.