Vilja að birting skopmyndanna verði bönnuð með lögum í Bretlandi

Íslamsk­ir trú­ar­leiðtog­ar í Bretlandi krefjast þess að lög verði sett sem banna að um­deild­ar skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni verðir birt­ar í þarlend­um fjöl­miðlum. Þá vilja þeir auka vald fjöl­miðlasiðanefnd­ar í sama til­gangi. Skipu­lögð hef­ur verið fjölda­ganga í London um helg­ina, og segja leiðtog­arn­ir að þeir vænti þess að allt að 20.000 manns taki þátt í henni.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur The Guar­di­an.

Um 300 trú­ar­leiðtog­ar og fræðimenn frá Englandi og Skotlandi komu sam­an til fund­ar í fyrra­dag til að leggja áherslu á óánægju breskra mús­líma og leggja á ráðin um frek­ari viðbrögð. Stofnuð var Aðgerðanefnd mús­líma (MAC), og hyggj­ast leiðtog­ar henn­ar herða bar­átt­una gegn meintri lít­ilsvirðingu gagn­vart sam­fé­lög­um mús­líma og hvetja til „kurt­eisi um heim all­an“.

Þeir segj­ast staðráðnir í að sýna fram á hvað mús­lím­um hafi verið sýnd mik­il ónær­gætni, en ætla ekki að leyfa öfga­mönn­um að stela sen­unni. Faiz Sidd­iqi, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að þörf sé á hug­ar­fars­breyt­ingu:

„Í öll­um siðuðum sam­fé­lög­um er bor­in virðing fyr­ir því ef ein­hver biðst und­an því að sæta móðgun­um. Sag­an sýn­ir að í Evr­ópu hef­ur ekki verið komið vel fram við minni­hluta­hópa. Hel­för­in er dæmi um það. Mynd­irn­ar sem nú eru dregn­ar upp eru sams­kon­ar og þær sem Hitler notaði gegn gyðing­um. Við sáum hvað það hafði í för með sér: Heims­styrj­öld.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert