Búið er að birta árlegan lista yfir 10 verstu einræðisherra í heiminum í dag. Það er tímaritið PARADE sem stendur fyrir valinu en það byggir listann á skýrslum frá mannúðarsamtökum víða um heim s.s. Mannréttindavaktarinnar og Amnesty International. Í efsta sætinu, líkt og í fyrra, situr Omar al-Bashir einræðisherra í Súdan.
Listanum fylgir lýsing á því hvað einræðisherra sé en þar segir m.a. að einræðisherra sé þjóðarleiðtogi sem stýrir þegnum ríkisins af eigin geðþótta. Ekki sé hægt að fjarlægja hann eftir laganna leiðum. Þá segir að verstu einræðisherrarnir traðki á mannréttindum ríkisborgaranna.
Fram kemur að á meðan þrír af verstu einræðisherrunum frá því í fyrra haldi sínum sætum þá hafi tveir, þeir Muammar Gaddafi í Líbýu og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, fallið af topp 10 listanum. Það sé ekki vegna góðrar hegðunar heldur vegna þess að aðrir einræðisherrar hafi einfaldlega verið verri.
Topp 10 listinn er annars eftirfarandi:
Fram kemur að frá því í febrúar árið 2003 hafi um 180.000 manns látið í lífið í landinu í trúarofsóknum og þjóðernishreinsunum sem hann stendur á bak við í Darfur. Þá hafi tvær milljónir manna þurft að flýja heimili sín.
Fram kemur að íbúar Norður-Kóreu séu undir járnhæl einræðisherrans. Traðkað sé á fjölmiðlafrelsi og það sama eigi við um önnur grundvallar mannrétti t.d. hvað varðar pólitískan rétt fólks. Þá er talið að um 250.000 manns séu í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ til að kenna þeim rétta hugsun. Þá eru íbúar víða vannærðir. Að sögn Sameinuðu þjóðanna mælist sjö ára norður-kóreskur drengur vera um 20 cm lægri en jafnaldri hans frá Suður-Kóreu. Þá er sá fyrrnefndi um 10 kílóum léttari.