Feit börn slasast verr í umferðarslysum

Ný bandarísk könnun hefur leitt í ljós, að meiri hætta er á að börn sem eru of feit slasist í umferðinni en börn sem eru í kjölþyngd og er ástæðan sú, að þrátt fyrir að meðalþyngd barna á Vesturlöndum sé að aukast, taki bílstólar og önnur öryggistæki fyrir börn ekki mið af því. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem gerð var við Ohio State University í Bandaríkjunum, er um 5% bandarískra barna undir sjö ára aldri of þung til að passa í þann öryggisbúnað, sem ætlaður er börnum á þessum aldri, og má rekja stærstan hluta dauðsfalla meðal barna í umferðaróhöppum í landinu til þess. Þá er bent á það í niðurstöðukafla rannsóknarinnar að í sumum tilfellum sé hægt að kaupa sérhannaðan öryggisbúnað fyrir feit börn en að það sé yfirleitt ekki á færi almúgafólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert