Starfsmaður Toyota bílaframleiðandans, Sayaka Kobayashi, hefur farið fram á 190 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur vegna kynferðislegs áreitis, sem hún segist hafa orðið fyrir á vinnustað sínum af hálfu yfirmanns Toyota í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Á fréttavef BBC kemur fram, að samkvæmt Kobayashi átti áreitið sér stað þegar hún starfaði sem aðstoðarmaður Otaka í New York. Segir hún að fyrirtækið hafi ekki gert neitt í málinu þegar hún kvartaði undan áreitinu á sínum tíma. Í mars 2005 var henni boðið að verða aðstoðarmaður framkvæmdastjórans, en í stað þess að það yrði skref framávið á framabraut hennar þá varð þetta að martröð í hennar lífi.