Grafnir lifandi í 11 daga

Ástralska þjóðin fylgist grannt með björgunaraðgerðunum.
Ástralska þjóðin fylgist grannt með björgunaraðgerðunum. Reuters

Tveir ástr­alsk­ir gull­grafar­ar hafa verið fast­ir í gull­námu í 11 daga eft­ir að nám­an hrundi í jarðskjálfta. Nú eiga björg­un­ar­menn ein­ung­is eft­ir nokkra metra ófarna. Hingað til hafa verið notaðar stór­tæk­ar vinnu­vél­ar en nú þarf að grafa síðustu 3 metr­ana með handafli.

Gull­nám­an er í Beacons­field á Tasman­íu við syðsta odda Ástr­al­íu og hafa Brent Webb og Todd Rus­sel sem eru á fer­tugs­aldri verið lokaði inni í þröngu ör­ygg­is­búri sem er á kíló­meters­dýpi síðan 25. apríl þegar þeir lentu í jarðskjálft­an­um.

Trú­legt þykir að ekki verði unnt að ná mönn­un­um út fyrr en á morg­un.

Menn­irn­ir hafa fengið birgðir í gegn­um rör sem tókst að koma til þeirra en fyrstu fimm dag­ana lifðu þeir á bergvatni og einu súkkulaðistykki. Hita­mynda­vél kom björg­un­ar­mönn­um á sporið.

Jarðskjálft­inn var upp á 2,1 á Richterskal­an­um og lést fé­lagi þeirra í hrun­inu, lík hans fannst eft­ir tveggja daga leit.

Þeir Webb og Rus­sel hafa vakið aðdáun fyr­ir að hafa ekki misst kímni­gáf­una við erfiðar aðstæður og er reiknað með að fjöl­miðlar og bóka­út­gef­end­ur muni slást um að skrifa und­ir samn­inga við þá er þeir losna.

Hægt hef­ur verið að koma til þeirra tóna­hlöðum, loft­dýn­um, sam­lok­um og frost­pinn­um og fleira góðgæti. Webb bað um að fá tónlist með Foo Fig­hters rokk­hljóm­sveit­inni á tóna­hlöðuna sína og það frétti söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar, Dave Grohl og sendi hann þeim hug­hreyst­andi skila­boð og sagðist bjóða þeim upp á bjór þegar þeir losnuðu út.

Vonast menn til að geta bjargað námuverkamönnunum á morgun.
Von­ast menn til að geta bjargað námu­verka­mönn­un­um á morg­un. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert