Mæður og börn á Norðurlöndunum búa við mest öryggi en ástandið er verst í Afríku

Mæður og börn í Skandinavíu búa við mest öryggi. Hér …
Mæður og börn í Skandinavíu búa við mest öryggi. Hér sjást börn í ungbarnasundi. mbl.is/RAX

Um tvær milljónir barna sem fæðast í vanþróuðum ríkjum deyja á fyrsta degi miðað við heildarfæðingartölur á ári, að því er samtökin Save the Children greina frá í nýrri skýrslu. Í henni segir að hægt væri að koma í veg fyrir andlát barnanna með einföldum hætti því þau deyi af völdum sýkinga, örðugleika við fæðingu og vegna þess hversu létt þau séu við fæðingu. Í skýrslunni kemur einnig fram að mæður á Norðurlöndunum og börn þeirra séu í minnstri hættu eða búi við mest öryggi en mæður og börn í Afríkulöndunum séu í mestri hættu.

Í niðurstöðum skýrslunnar er mælt með því að meira fjármagn sé veitt í að mennta ungar konur, veita þeim betri næringu og að hæft og þjálfað fólk aðstoði við fæðingar.

Í skýrslunni eru 125 lönd sett í röð eftir því hversu mikið öryggi mæður búi við, eins og samtökin gera á ári hverju. Þar er miðað við andlát kvenna við barnsburð, hlutfall kvenna sem notar getnaðarvarnir og læsi kvenna. Svíþjóð er þar í fyrsta sæti og hin Norðurlöndin öll í tíu efstu sætunum. Afríkuríkið Nígería er í neðsta sæti og önnur Afríkuríki í þeim níu neðstu þar á undan. Fréttavefur BBC segir frá þessu.

Skýrsla Save the Children

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert