2,18 milljónir fanga í Bandaríkjunum

Reuters

Alls voru 2,18 milljónir fanga í bandarískum fangelsum á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu stjórnvalda. Fjölgaði föngum um 2,6% á tímabilinu 1. júlí 2004 til 30. júní 2005. Hefur aukningin ekki verið jafn mikil á einu ári frá 1997. 12,7% fanganna eru konur sem er aukning úr 10,2% árið á undan. Ef litið er á tölfræðina þá er 1 af hverjum 136 Bandaríkjamönnum í fangelsi á meðan 1 af hverjum þúsund Frökkum er í fangelsi.

Samkvæmt skýrslunni tilheyra 60% fanganna minnihlutahópum en um 4,7% af Bandríkjamönnum af afrískum uppruna er í fangelsi. Ef litið er á blökkumenn í aldurshópnum 25-29 ára þá er hlutfallið 12%. Í þeim aldurshópi eru 2,9% Bandaríkjamanna af rómönskum uppruna í fangelsi og 1,7% hvítra manna á aldrinum 25-29 ára er í fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert