Ísraelsher gerir ráð fyrir viku til tíu daga átökum til viðbótar

Ísraelsher hefur aukið umfang hernaðaraðgerða sinna í Líbanon þar sem hann gerir ráð fyrir að geta haldið hernaðaraðgerðum sínum gegn Hizbollah hreyfingunni í Líbanon áfram í viku til tíu daga til viðbótar áður en vopnahléi verður lýst yfir í átökunum. Ákvörðun um aukið umfang aðgerðanna var því tekin með það að markmiði að nýta næstu viku. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ísraelsher situr nú um bæinn Bint Jbayel í suðurhluta Líbanons en ísraelskir hermenn munu þó enn ekki hafa farið inn í bæinn. Hizbollah-samtökin viðurkenndu hins vegar í gær að Ísraelsher hefðu náð nágrannabænum Maroun al-Ras á sitt vald eftir harða bardaga í tvo sólarhringa. Þá hefur Ísraelsher handsamað tvo liðsmenn Hizbollah samtakanna en þeir eru fyrstu liðsmenn samtakanna sem Ísraelar handsama frá því átökin brutust út fyrir tveimur vikum

Líbönsk börn horfa út um glugga á fangelsi sem gert …
Líbönsk börn horfa út um glugga á fangelsi sem gert hefur verið að flóttamannamiðstöð. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert