Starfsmenn SÞ báðu Ísraela að hætta árásum á bækistöð samtakanna

Eftirlitsmenn Samreinuðu þjóðanna flytja lík samtstarfsmanns síns á brott frá …
Eftirlitsmenn Samreinuðu þjóðanna flytja lík samtstarfsmanns síns á brott frá Khiam, í suðurhluta Líbanons, í morgun. AP

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í suðurhluta Líbanons hringdu tíu sinnum í herlið Ísraela á svæðinu í gærkvöldi til að vara þá við því að eftirlitsmenn stofnunarinnar væru á svæðinu og biðja þá um að hætta loftárásum í nágrenni bækistöðvar samtakanna. Ísraelar hunsuðu hins vegar beiðni þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag, og var árásum á svæðið haldið áfram í sex klukkustundir. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fjórir óvopnaðir eftirlitsmenn samtakanna létu lífið er sprengja lenti á bækistöð samtakanna og hefur árásin verið harðlega fordæmd á alþjóðavettvangi í dag. Ísraelar segja að um slys hefði verið að ræða og að málið verði rannsakað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert