Leiðtogi Hizbollah hótar að ráðast á Tel Aviv

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna í Líbanon, hótaði því í sjónvarpsávarpi í kvöld að ráðast á Tel Aviv, stærstu borg Ísraels, ef Ísraelsmenn geri loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanons.

Nasrallah sagði einnig að bardagar ísraelskra hermanna og liðsmanna samtakanna í návígi hafi aukist og séu nú harðsvíraðri en áður. Þá sagði hann það hreint kraftaverk að liðsmönum samtakanna hafi tekist að verja stöðu sína í suðurhluta Líbanons í bardögum á jörðu niðri og valda landgönguliði hersins hámarksskaða í bardögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert