Perelman afþakkar stærðfræðiverðlaun

Rússinn Grigory Perelman afþakkaði í dag stærðfræðiverðlaun sem talin eru jafngilda Nóbelsverðlaunum að mikilvægi, en þau fékk hann fyrir að leysa flókna stærðfræðiþraut. Perelman hefur náð merkum áföngum í s.k. Reimannian rúmfræði og telja margir stærðfræðingar að hann hafi leyst Poincaré-tilgátuna, sem er talið ein stærsta þraut stærðfræði nú til dags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert