Dómarinn heimilaði sækjendunum að höfða mál gegn tóbaksfyrirtækjunum fyrir hönd fjölmenns hóps reykingamanna, hugsanlega tuga milljóna manna.
Beri málshöfðunin árangur er áætlað að hún geti kostað tóbaksfyrirtækin allt að 200 milljarða dollara, sem svarar 14.000 milljörðum króna.
Tóbaksfyrirtækin ætla að áfrýja úrskurði dómarans.
Sækjendurnir krefjast skaðabóta og saka fyrirtækin um að hafa blekkt tugi milljóna reykingamanna síðustu áratugi með samsæri um að láta líta út fyrir að "léttar" sígarettur séu hættuminni en aðrar.
Samkvæmt gögnum, sem fram komu í tengslum við annað dómsmál, hafa tóbaksfyrirtækin vitað frá því á sjöunda áratugnum að sígarettur, sem eru merktar "léttar" eða "mjög léttar" eru jafn hættulegar heilsunni og aðrar sígarettur.