Þýskur ráðherra segir öfgasinnaða múslíma „grípa hvert tækifæri til að brjálast“

Wolfgang Schäu­ble, inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, gagn­rýndi í dag það sem hann sagði vera til­hneig­ingu sumra öfga­sinnaðra mús­líma til að „brjál­ast“ af minnsta til­efni. Schäu­ble tók málstað páfa í deil­unni sem reis í kjöl­far ræðu hans í há­skól­an­um í Re­gens­burg í Þýskalandi fyr­ir hálf­um mánuði.

Schäu­ble er í op­in­berri heim­sókn í Banda­ríkj­un­um. Á fundi með frétta­mönn­um í morg­un sagði hann: „Ég samþykki það aldrei að páfinn eða ein­hver ann­ar megi ekki halda svona ræðu. Varði Schäu­ble einnig rétt danskra dag­blaða til að birta skop­mynd­ir af Múhameð spá­manni.

Þá hélt Schäu­ble því fram, að ýms­ir gangi of langt í viðleitni til að sýna mús­lím­um til­lits­semi. Nefndi hann sem dæmi ný­lega ákvörðun Þýsku óper­unn­ar að hætta við upp­færslu á Idomeneo eft­ir Moz­art eft­ir að ör­ygg­is­full­trú­ar vöruðu við því að sýn­ing­in gæti skapað hættu þar eð í henni væri fjallað um íslam og önn­ur trú­ar­brögð.

Schäu­ble viður­kenndi að það væri ekki auðvelt að tak­ast á við þær aðstæður sem skap­ist þegar sum­ir mús­lím­ar bregðist á öfga­kennd­an hátt við því sem hann teldi vera minni­hátt­ar móðgan­ir. „Þetta er erfitt varðandi suma mús­líma. Þeir hafa til­hneig­ingu til að nota hvert tæki­færi til að brjál­ast. Það þykir mér óviðun­andi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert