Amnesty segir Bandaríkjaþing hafa lögfest pyntingar og mannréttindabrot

Guantanamo herstöðin og fangelsið á Kúbu, en þar hefur illa …
Guantanamo herstöðin og fangelsið á Kúbu, en þar hefur illa verið farið með fanga og mörgum haldið án þess að réttað sé í málum þeirra til margra ára. Reuters

Bandaríkjaþing gefur grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot með því að samþykkja lög um sérstaka herdómstóla. Þar hefur Bandaríkjaþing í raun blessað þau mannréttindabrot sem Bandaríkin hafa framið í ,,stríðinu gegn hryðjuverkum". Svo segir í yfirlýsingu Amnesty International mannréttindasamtakanna.

Samtökin telja þessa nýju löggjöf klárlega í andstöðu við alþjóðalög. „Óverjanleg stefna stjórnvalda hefur nú verið lögfest. Amnesty International mun berjast fyrir afnámi þessara laga og eru samtökin þess fullviss að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert