Tíu þúsund fangar náðaðir í Túrkmemenistan

Forseti Túrkmemenistan, Saparmurat Niyazov, hefur fyrirskipaðað að tíu þúsund fangar skuli náðaðir í landinu í tilefni af fimmtán ára sjálfstæðisafmæli landsins. Er þetta ríflega helmingur allra fanga í landinu. Meðal þeirra sem verða náðaðir eru átta sem voru fangelsaðir árið 2002 fyrir valdaránstilraun. Verða fangarnir látnir lausir á lýðveldisdaginn 27. október næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert