Kommúnisti á forsetastóli í Brasilíu í einn dag

Lula de Silva var fyrir skömmu endurkjörinn forseti Brasilíu
Lula de Silva var fyrir skömmu endurkjörinn forseti Brasilíu Reuters

Brasilíumenn fengu í dag að reyna hvernig er að vera undir stjórn kommúnista meðan Aldo Rebelo, forseti brasilíska þingsins, gegndi störfum forseta í einn dag. Forsetinn, Lula de Silva, er í opinberri heimsókn í Venesúela en varaforseti landsins var í læknisrannsóknum.

Dagskrá dagsins hjá Rebelo átti þó fátt skylt við kommúnistabyltingu því hann sótti hádegisverð í knapaklúbbi borgarinnar Sao Paulo og veitti Brasilíumanninum Marlison Gomes orðu, en hann vann sér það til frægðar að sigra New York maraþonhlaupið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert