Palestínumenn bjóðast til að hætta eldflaugaárásum á Ísrael

Ismail Han­iyeh, for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar Palestínu­manna, sagði í dag að her­ská sam­tök í Palestínu hefðu ákveðið að hætta að skjóta heima­til­bún­um eld­flaug­um á Ísra­el ef Ísra­els­stjórn hætti hernaðaraðgerðum á Vest­ur­bakk­an­um og Gasa­svæðinu.

Miri Eis­in, talsmaður Ehuds Ol­merts, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, sagði að þetta til­boð væri frá­leitt og hvatti Palestínu­menn til að leggja fram raun­hæf­ari áætl­un um að stöðva of­beldis­öld­una sem risið hef­ur á heima­stjórn­ar­svæðunum að und­an­förnu.

Sam­tök Palestínu­manna hafa oft komið sér sam­an um að hætta aðgerðum gegn Ísra­el ef Ísra­els­her svari í sömu mynt. Ekki hef­ur þó tek­ist að koma í veg fyr­ir átök.

Í dag hafa tveir 10 ára gaml­ir dreng­ir fallið fyr­ir kúl­um ísra­elskra her­manna á Gasa­svæðinu. Í gær sprengdi 66 ára göm­ul palestínsk kona sprengju, sem hún bar á sér, inn­an um ísra­elska her­menn á norður­hluta Gasa­svæðis­ins. Kon­an lést og tveir her­menn særðust lít­il­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert