Ekkert alnæmi í Norður-Kóreu, þökk sé leiðtoganum, segja stjórnvöld

Kim Jong Il, leiðtogi N-Kóreu, t.v., skoðar akur þar sem …
Kim Jong Il, leiðtogi N-Kóreu, t.v., skoðar akur þar sem herinn ræktar hrísgrjón. AP

Ekk­ert til­felli al­næm­is hef­ur greinst í Norður-Kór­eu, og er það að þakka vís­dómi og leiðsögn leiðtoga rík­is­ins, Kim Jong-il, að því er n-kór­esk stjórn­völd greindu frá í dag, í til­efni af alþjóðlega al­næm­is­deg­in­um. Þetta kem­ur fram í mál­gagni stjórn­valda, Minju Joson. Komið hafi verið á fót öfl­ugu eft­ir­lits- og upp­lýs­inga­kerfi um land allt til að dreifa upp­lýs­ing­um um sjúk­dóm­inn og hafa eft­ir­lit.

Þetta hafi verið gert sam­kvæmt til­sögn leiðtog­ans, í því skyni að „leyfa ekki eitt ein­asta al­næm­istil­felli“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert