Ekkert tilfelli alnæmis hefur greinst í Norður-Kóreu, og er það að þakka vísdómi og leiðsögn leiðtoga ríkisins, Kim Jong-il, að því er n-kóresk stjórnvöld greindu frá í dag, í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum. Þetta kemur fram í málgagni stjórnvalda, Minju Joson. Komið hafi verið á fót öflugu eftirlits- og upplýsingakerfi um land allt til að dreifa upplýsingum um sjúkdóminn og hafa eftirlit.
Þetta hafi verið gert samkvæmt tilsögn leiðtogans, í því skyni að „leyfa ekki eitt einasta alnæmistilfelli“.