Bandarískur hermaður í 40 ára fangelsi fyrir nauðgun

Dómstóll á Filippseyjum dæmdi í dag bandarískan sjóliða, Daniel Smith, í 40 ára fangelsi fyrir að nauðga ungri konu í bandarískri herstöð á Filippseyjum í fyrra. Sagði dómurinn í dómsorðum, að hermaðurinn hefði orðið uppvís að nöktum kvalalosta. Þrír aðrir hermenn voru sýknaðir í málinu.

Suzette Nicolas, 22 ára, var nauðgað í aftursæti bílaleigubíls í bandarískri herstöð í Subicflóa. Málið vakti mikla athygli á Filippseyjum og leiddi til víðtækra mótmælaaðgerða gegn Bandaríkjunum.

Daniel Smith leiddur út úr réttarsalnum í morgun.
Daniel Smith leiddur út úr réttarsalnum í morgun. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert