Alls hefur 61 veikst af matareitrun, E. coli sýkingu, eftir að hafa borðað á Taco Bell veitingastöðum í Bandaríkjunum. Sýkingin hefur komið upp fimm ríkjum Bandaríkjanna en flest þeirra eru í New Jersey, New York, Pennsylvaníu og Delaware. Samkvæmt upplýsingum frá Taco Bell er skýringuna að öllum líkindum að finna í skallot-lauk.
Hefur keðjan hætt viðskiptum við framleiðanda lauksins og er hann ekki lengur að finna á matseðli 5.800 Taco Bell veitingastaða. Einhverjum Taco Bell stöðum var lokað í kjölfar matareitrunarinnar en samkvæmt upplýsingum frá keðjunni verða þeir opnaðir fljótlega á ný.
Flestir þeirra sem hafa smitast veiktust í lok nóvember en talið er líklegt að tilvikum eigi enn eftir að fjölga. 49 þeirra sem veiktust voru lagðir inn á sjúkrahús en sjö þeirra þjást af nýrnabilun í kjölfar matareitrunarinnar.