Berlusconi farinn til Bandaríkjanna í hjartarannsókn

Hér sést Berlusconi aðeins andartökum áður en hann féll er …
Hér sést Berlusconi aðeins andartökum áður en hann féll er hann flutti ræðu í Toskana á Ítalíu í síðasta mánuði. AP

Sil­vio Berlusconi, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, er nú stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þar sem hann mun fara í hjart­a­rann­sókn. Berlusconi, sem er sjö­tug­ur, fékk aðsvif á stjórn­mála­fundi í síðasta mánuði.

Ítalsk­ir fjöl­miðlar ganga að því vísu að gangþræði verði komið fyr­ir í hjarta ráðherr­ans fyrr­ver­andi. Talsmaður Berluscon­is vildi hins­veg­ar ekki staðfesta það að hann muni gang­ast und­ir skurðaðgerð. Hann sagði aðeins að Berlusconi færi í rann­sókn.

Berlusconi, sem er rík­asti maður Ítal­íu og leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, viður­kenndi í síðasta mánuði að hann ætti hægja á sér. Hann lét um­mæl­in falla eft­ir að hann yf­ir­gaf sjúkra­húsið þar sem hann dvaldi í þrjá daga eft­ir að hann féll þegar hann var að flytja ræðu í Tosk­ana.

Lækn­ar sögðu þá að þeir hefðu orðið var­ir við hjart­slátt­ar­trufl­an­ir hjá Berlusconi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert