Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi

Úr myndskeiðinu af aftökunni, sem tekið var á myndsíma.
Úr myndskeiðinu af aftökunni, sem tekið var á myndsíma. Reuters

Vitað er um þrjú tilvik víðs vegar í heiminum þar sem börn hafa hengt sig eftir að hafa horft á kvikmynd af aftöku Saddams Husseins í sjónvarpi. Tveir drengir í Pakistan og Bandaríkjunum hengdu sig á gamlárskvöld og táningsstúlka á Indlandi gerði slíkt hið sama.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten

Á mánudaginn greindi lögreglan í Pakistan frá því að níu ára drengur, Mubashar Ali, hafi látist er hann reyndi að líkja eftir hengingunni sem hann hafði séð í sjónvarpinu. Tíu ára systir hans aðstoðaði hann. Drengurinn hrópaði á hjálp og móðir hans og systir hennar reyndu að koma honum til hjálpar, en hann lést í kjölfarið.

Í gær greindi bandaríska blaðið Houston Chronicle frá því að tíu ára drengur, Sergio Pelico, hefði endurtekið leikinn og hengt sig í kojunni sinni. Foreldrar hans telja að hann hafi verið að leika sér að því að líkja eftir hengingunni, sem hann sá í sjónvarpinu, og fyrir slysni látið lífið.

Fimmtán ára stúlka í Kalkútta á Indlandi, Moon Moon, hengdi sig á miðvikudaginn, að því er lögreglan í borginni greindi frá. Faðir hennar sagði að henni hafi verið mjög brugðið við að horfa á myndirnar af aftökunni í Sjónvarpinu og neitað að borða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert