Bush sendir 20 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna hefur undirritað skipun um að senda ríflega 20 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks. Í sjónvarpsávarpi sem sent var út í beinn útsendingu sagði Bush að aukinn mannafli myndi stöðva ofbeldishrinuna og flýta fyrir þeim degi er bandarískir hermenn geta snúið heim.

Á fréttavef BBC kemur fram að Bush telji ekki að það sé til einhver töfralausn á árangri í Írak. Hann sagði ennfremur að ástandið í Írak væri óþolandi og að hann tæki fulla ábyrgð á öllum mistökum sem kynnu að vera framin.

George W. Bush sagði að engar töfralausnir séu á árangri …
George W. Bush sagði að engar töfralausnir séu á árangri í Írak. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka