Dvöl bandarískra hermanna í Afganistan framlengd

David Richards, yfirmaður fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, á blaðamannafundi í …
David Richards, yfirmaður fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, á blaðamannafundi í dag. AP

Dvöl 3.200 bandarískra hermanna sem eru við herþjónustu í Afganistan, hefur verið framlengd um fjóra mánuði. „Þessi framlenging mun veita NATO hernaðarmátt til að halda uppi frumkvæði og stuðla að þeim árangri að koma í veg fyrir að talibanar eignist þar griðland en með því er best hægt að tryggja stöðugleika og öryggi í landinu," segir í yfirlýsingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon.

Þá segir í yfirlýsingunni að bandaríska herliðið í landinu muni áfram verða leiðandi í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hryðjuverkastarfsemi, auk þess sem það muni vinna að þjálfum afganska stjórnarhersins og uppbyggingu landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert