Barnaklám af Netinu

Að jafnaði skoða um 1.800 Dan­ir dag hvern gróft barnaklám á Net­inu og nú vill hægri­stjórn­in í land­inu stemma stigu við því, að sögn Jyl­l­and­sposten. Hel­ge Sand­er vís­inda­málaráðherra seg­ir að netþjón­ustu­fyr­ir­tæki verði að ganga harðar fram gegn barnaklám­inu. Fram til þessa hafa yf­ir­völd látið duga að semja um sjálf­vilj­uga rit­skoðun af hálfu fyr­ir­tækj­anna.

"Þau svör sem ég hef fengið frá net­fyr­ir­tækj­un­um benda til að þau hafi skilið þau kröft­ugu skila­boð sem ég sendi þeim. En ef það dug­ir ekki til mun ég láta lög­fræðinga kanna til­lög­ur um laga­setn­ingu og at­huga hvort vilji er fyr­ir henni meðal stjórn­mála­mann­anna í þing­inu," seg­ir Sand­er.

Hans Henrik Jen­sen, yf­ir­maður net­r­ann­sókna­deild­ar lög­regl­unn­ar, ótt­ast að gott sam­starf lög­regl­unn­ar við 98% af net­fyr­ir­tækj­un­um í slík­um mál­um geti verið í hættu verði þau beitt þving­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert