Umdeilt stríðsminnismerki í Tallinn flutt á leyndan stað

Rússneskumælandi Eistlendingar mótmæltu því harðlega í vikunni að flytja ætti …
Rússneskumælandi Eistlendingar mótmæltu því harðlega í vikunni að flytja ætti sovéskt minnismerki á brott úr miðborg Tallinn. Reuters

Eistnesk stjórnvöld fluttu sovéskt stríðsminnism­erki frá miðborg Tallinn á ley­nd­an stað í nótt. Mi­klar óeirðir urðu í bor­ginni í gær eftir að minnism­erkið hafði verið girt af og undi­r­búning­ur hó­fst við að fj­arlægja það. Einn maður lést og tu­g­ir særðust í át­ö­kum við lögreglu og yfir 300 manns voru hand­t­eknir. Eru þetta mestu óeirðir sem orðið hafa í land­inu frá því það fékk sjálf­stæði frá Sovét­rík­j­unum árið 1991.

Sérst­ök nefnd kom saman í nótt og fy­r­i­rski­paði, að minnism­erkið, sty­tta af herm­anni, sky­ldi flutt án tafar. Það hafði þá staðið utan við um­f­erðarmiðstöð í bor­ginni árat­u­gum saman.

Um þúsund manns komu saman við sty­t­t­una síðdegis í gær eftir að svæðið var girt af. Lögregla beitti va­tns­by­ssum, táragasi, ky­lf­um og hljóðspr­eng­jum til að dr­eifa mannf­jöld­anum og koma í veg fy­r­ir að tu­g­ir ung­m­enna ry­ddu sér braut gegnum raðir lögreglu að sty­tt­unni.

Stjórnvöld í Eist­landi samþykktu á síðasta ári að fly­tja minnism­erkið á ann­an stað í Tallinn. Var ákvörðunin tekin eftir að átök brutust út við minnism­erkið milli hópa rússnes­ku­m­ælandi íbúa og annar­ra Eist­lend­inga, sem telja minnism­erkið tákn um 50 ára hers­etu Sovét­ríkj­anna.

Áfor­m­in um að fly­tja sty­t­t­una vöktu hörð viðbrögð stjórnva­lda í Mosk­vu, sem telja sty­t­t­una vera minnism­erki um þá sem unnu sig­ur á nasistum í síðari heim­sst­y­r­jöld. Voru eistnesk stjórnvöld sökuð um að ýta undir fasisma með því að fj­arlægja sty­t­t­una.

Óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum í miðborg Tallinn.
Óeirðalögregla rey­nir að hafa hem­il á mót­m­ælendum í miðborg Tallinn. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert