Forseti Rúmeníu, Traian Basescu, var gagnrýndur harðlega í dag fyrir að uppnefna blaðamann „skítugan sígauna.“ Basescu baðst afsökunar fyrir að hafa á laugardaginn hreytt ónotum í blaðamann sem hann sagði hafa elt sig í stórmarkaði.
Í yfirlýsingu frá forsetaembættinu í dag sagði að orð forsetans væru ekki til marks um viðhorf hans til sígauna. Hann bæri virðingu fyrir þeim og mæti að verðleikum hlutverk þeirra í rúmönsku samfélagi.