Karaoke-bar sprakk í loft upp

Tveggja hæða Karaoke-bar sprakk í loft upp í norðaustur Kína í dag. 25 manns létust og 33 slösuðust. Verið er að rannsaka hvort sprengingin hafi verið slys eða gerð af yfirlögðu ráði. Flest fórnarlambanna voru menntaskólanemar sem fögnuðu próflokum. Húsið er ónýtt, en eigandi barsins er talinn vera meðal látinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka