13 fórust í rútuslysi í Frakklandi

Að minnsta kosti 13 létust þegar rúta valt og fór ofan í straumharða á nærri Grenoble í austurhluta Frakklands í dag. Um 50 pólskir pílagrímar voru í rútunni þegar slysið varð.

Að sögn lögreglu var rútan að aka niður mjög bratta brekku sem liggur á milli Grenoble og Gap, sem er í frönsku Ölpunum. Bremsubúnaður rútunnar bilaði hinsvegar með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn missti stjórn á ökutækinu sem fór út af veginum, ók í gegnum vegrið og féll um 15 metra niður á árbakkann fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert