Stjórn Palestínumanna hverfur frá stuðningi við vopnaða baráttu

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, við föstudagsbænir í Ramallah á Vesturbakkanum …
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, við föstudagsbænir í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Reuters

Stjórn­arsátt­m­áli bráðabrigðast­jórnar Pa­lest­ínum­anna var bi­rt­ur opin­berlega í dag en í stjórn­arsátt­m­álinn er fy­rsti stjórn­arsátt­m­áli heim­ast­jórnar Pa­lest­ínum­anna sem ekki kveður á um rétt Pa­lest­ínum­anna til vopnaðrar ands­py­rnu gegn herná­mi Ísraela. Tals­m­enn stjórnarinnar segja hana þó styðja friðsa­mlega baráttu Pa­lest­ínum­anna gegn herná­m­inu. Þetta kem­ur fram á frétt­avef Ha­’aretz.

Hamas-sa­mt­ökin hafa þegar lýst andstöðu við stefnuskrá stjórnarinnar og heitið því að ha­lda áfram vopnaðri baráttu sinni gegn Ísraelum.

Fram kem­ur í stefnu­y­f­ir­lýs­ing­unni að stjórnin stefni að stofnun sjálf­stæðs ríkis Pa­lest­ínum­anna með þeim land­a­mærum sem voru í gildi árið 1967 og Jerús­alem sem höfuðborg og að sanng­jörn la­usn verði fundin á va­nda pa­lest­íns­kra flótt­amanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert