Sex létust og 19 slösuðust þegar pallbíl var ekið inn í hóp fólks sem var að koma úr brúðkaupsveislu á vesturströnd Kanada í gærkvöldi, að því er lögregla greindi frá í dag. Ökumaður bílsins mun hafa misst stjórn á honum, en rannsókn málsins stendur enn yfir. Ökumaðurinn hefur verið yfirheyrður, en var látinn laus. Hann er 71 árs, og er hvorki grunaður um akstur undir áhrifum áfengis né fíkniefna.