Rannsóknir hafa leitt í ljós að grindhvalur sem veiðist við strendur Japans inniheldur mikið magn af kvikasilfri, allt að 10 til 16 sinnum meira en heilbrigðisyfirvöld mæla með. Samkvæmt Reuters fréttastofunni er kjötið borið fram meðal annars í japönskum skólamötuneytum.