Deilt um hernaðarlegt gildi þess að hafa stór brjóst

Ástralski sjóherinn greiddi fyrir brjóstastækkanir tveggja sjóliða.
Ástralski sjóherinn greiddi fyrir brjóstastækkanir tveggja sjóliða. Reuters

Þingmaður ástralska Verkamannaflokksins hefur dregið í efa nauðsyn þess að kvenkyns sjóliðar í ástralska sjóhernum gangist undir brjóstastækkanir sem greiddar eru með almannafé. Talsmaður ástralska heraflans hefur réttlætt aðgerðirnar og sagði þær gerðar af sálfræðilegum ástæðum ekki til að gera sjóliðana kynþokkafyllri.

Á fréttavef BBC kemur fram að Andrew Nikolic, stórfylkisforingi hafi sagt að hafa þyrfti í huga heildarþarfir ástralskra hermanna.

Nikolic bætti við að það væri ekki venjubundið að herinn greiddi fyrir brjóstastækkanir liðsaflans.

„Við þurfum að íhuga heildarþarfir okkar fólks, bæði líkamlegar og sálrænar, “ sagði Nikolic.

Þingmaður verkamannaflokksins lagði fram fyrirspurn sína eftir að haft var eftir lýtalækni í fjölmiðlum að hann hefði stækkað brjóstin á tveimur sjóliðum, önnur var 25 ára og hin 32. Aðgerðirnar kostuðu 550 þúsund íslenskar krónur hvor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert