Tvær farþegaþotur rákust saman á Heathrow

Tvær flugvélar rákust saman á Heathrow í kvöld. Flugvélarnar á …
Tvær flugvélar rákust saman á Heathrow í kvöld. Flugvélarnar á myndinni tengjast slysinu á Heathrow á engan hátt. Reuters

Tvær flugvélar rákust saman á Heathrow-flugvelli í London fyrir skömmu. Breskir fjölmiðlar skýrðu frá því að farþegaþoturnar hefðu rekist saman er þær óku út á flugbraut til að búa sig undir flugtak. Önnur vélin er farþegaþota frá Sri Lankan Airlines og að hin sé Jumbo-þota frá British Airways.

Sky fréttavefurinn hefur skýrt frá slysinu og hefur náð tali af vitni sem segist ekki vita hvort fólk hafi slasast en að það sé margt grátandi fólk í vélunum.

Vitni á staðnum segir ekki vitað hvort einhver hafi slasast en að það séu um 20 slökkviliðsbílar á slysstaðnum og töluverð ringulreið.

BBC segir að enginn hafi slasast og að önnur vélin hafi rekist lítillega utan í hina en ekki hafi komið upp eldur né varanlegt tjón á vélunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert