Þáði ekki blóð og lést af barnsförum

Tuttugu og tveggja ára kona frá Shropshire á Englandi lést af barnsförum við Royal Shrewsbury sjúkrahúsið þann 25. október. Konan fæddi tvíbura og missti mikið blóð, hún vildi ekki þiggja blóðgjöf af trúarástæðum, en hún tilheyrð söfnuði votta Jehóva og gátu læknar því ekkert gert til að bjarga henni.

BBC segir frá þessu og hefur eftir Terry Lovejoy, talsmanni safnaðarins í Telford að meðlimir hans fylgi orðum biblíunnar og þiggi ekki blóð, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að hún hafi verði á annarri skoðun.

Vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjafir þar sem þeir trúa því að Guð hafi í Biblíunni bannað slíkt og að það jafngildi synd að þiggja blóð.

Tvíburarnir nýfæddu eru viðgóða heilsu og eru í umsjá föður síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert