Íhuga að fara „gangandi í bæinn“

Sturla ræðir við bílstjóra í dag.
Sturla ræðir við bílstjóra í dag. mbl.is/Júlíus

Allmargir flutningabílstjórar komu saman við Smáralind í Kópavogi í dag og ræddu möguleika á frekari mótmælaaðgerðum. Sagði talsmaður þeirra, Sturla Jónsson, að til greina kæmi að „fara gangandi í bæinn.“

Hugmyndin væri að efna til hópgöngu bílstjóra „og bara almennings“ inn í miðborg Reykjavíkur, og yrði þá gengið eftir götum og umferð tafin með þeim hætti. Sagði Sturla að þetta verði væntanlega gert í vikunni. Vildi hann ekki greina nánar frá fyrirætlunum flutningabílstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Loka