Árásarmenn ekki í gæsluvarðhald

Dómari í Kaupmannahöfn hafnaði í kvöld kröfu lögreglu um að tveir menn, sem stungu 17 ára gamlan Íslending ítrekað með hnífi í nótt, sæti gæsluvarðhaldi. Í fréttum Sjónvarps var haft eftir dómaranum að Íslendingarnir hefðu látið í ljós grófa kynþáttafordóma og ögrað mönnunum tveimur, sem eru af tyrkneskum uppruna, þannig að árásina mætti nánast túlka sem sjálfsvörn.

Tveir Íslendingar, 17 og 21 árs, voru inni í verslun í Colbjörnsensgade á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt þegar átökin brutust út. Yngri Íslendingurinn var fluttur á neyðarmóttöku en hann var stunginn sjö stungum í bak, kvið og síðu. Hann er úr lífshættu, að sögn dönsku lögreglunnar, en ekki hefur verið hægt að yfirheyra hann enn. Að sögn lögreglu voru Íslendingarnir drukknir.

Tveir ungir menn voru handteknir vegna málsins. Krafðist lögregla gæsluvarðhalds yfir þeim og að þeir yrðu ákærðir fyrir tilraun til manndráps. Dómari hafnaði þessum kröfum, að sögn Sjónvarpsins, og mun lögregla una þeim úrskurði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Loka