Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 á Richter varð um 2 kílómetra suðsuðaustur af Herðubreið rétt fyrir kl.16. Nokkuð hefur verið um skjálfa af þessari stærð í dag en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er varla um stórtíðindi að ræða og ekkert að óttast.
Ef eldgos væri í uppsiglingu t.a.m. væru skjálftarnir mun tíðari.
Hægt er að sjá yfirlit yfir skjálfta dagsins hér á vef Veðurstofunnar.