Ljóskúla sprakk á austurhimni

Fólk sem statt var á Suður­lands­vegi við Land­vega­mót um klukk­an 18 í kvöld sá stóra skæra ljós­kúlu á aust­ur­himn­in­um með hala á eft­ir sér. Skömmu seinna sprakk hún í fjóra eða fimm hluta og eld­g­lær­ing­ar fylgdu með. Sást þetta fyr­ir­bæri einnig úr Reykja­vík.

„Oft hef­ur maður séð minni­hátt­ar svo­kölluð stjörnu­hröp þegar loft­stein­ar brenna upp í gufu­hvolf­inu, en þetta slær öllu við sem maður hef­ur séð,“ seg­ir Óli Már Arons­son, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Hellu sem þarna var á ferð. 

„Gam­an verður að sjá hvort fleiri hafa ekki séð þetta og þótt mikið um,“ bæt­ir Óli Már við.

Maður sem var á keyrslu í vest­ur­bæ Reykja­vík­ur sá ljósið einnig, skýrt og greini­lega.

Sam­kvæmt Almanaki Há­skóla Íslands erum við að fara í gegn um loft­steina­belti. Áhrif þess eiga að vera í há­marki á þriðju­dag. Viðmæl­end­ur blaðsins telja það lík­leg­ustu skýr­ing­una. Síðan er bent á að him­inn sé heiður og þá sjá­ist fyr­ir­bæri sem þessi bet­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Loka