Stökkbreytt svínaflensuveira

Bólusett við svínaflensu.
Bólusett við svínaflensu. Reuters

Norskir vísindamenn hafa greint stökkbreytta svínaflensuveiru, sem fannst í tveimur sjúklingum, sem létust af völdum sjúkdómsins þar í landi og einum sem veiktist mjög alvarlega en náði sér aftur. 

Blaðið Aftenposten hefur eftir norska landlæknisembættinu, að ekki sé ástæða til að ætla annað en að bóluefni, sem framleitt hefur verið við svínaflensu, og veirulyf á borð við tamiflu, virki á stökkbreytta veiruafbriðgið. 

Sýni úr sjötíu norskum sjúklingum voru rannsökuð í rannsóknarstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Lundúnum en átta þessara sjúklinga þeirra létust af völdum sjúkdómsins. Stökkbreytta veiran fannst í þremur sýnum eins og áður sagði.  

Stökkbreytta veiran grefur sig lengra niður í öndunarveginn en venjulega svínaflensuveiran og veldur alvarlegri veikindum.  Sérfræðingar telja hins vegar að breytta veiruafbrigðið sé ekki eins smitandi.

mbl.is

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 11. janúar

Föstudaginn 10. janúar

Fimmtudaginn 9. janúar