Ætluðu að lífláta konu

Frá Valls í Katalóníu á Spáni
Frá Valls í Katalóníu á Spáni Wikipedia.org

Spænska lögreglan hefur handtekið níu karlmenn grunaða um að hafa ætlað að taka konu af lífi. Mennirnir sökuðu konuna um hórdóm og kváðust vera að framfylgja íslömskum lögum, að því er spænsk yfirvöld sögðu í dag. Karlmennirnir voru handteknir 14. nóvember s.l. og hafa verið í haldi síðan. 

Mennirnir höfðu fangað konuna í mars síðastliðnum og haldið henni í einangrun í húsi í Valls í norðausturhluta Katalóníu, að sögn yfirvalda. Þau segja að mennirnir hafi sett upp dómstól til að dæma konuna fyrir hórdóm.

Talsmaður yfirvalda sagði að karlarnir hafi sett á fót dómstól til að dæma eftir íslömskum sharia lögum. Hann sagði að þeir hafi réttað yfir konunni og fundið hana dauðaseka. Henni tókst síðan að flýja úr haldinu og greina lögreglunni frá því sem gerðist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 20. desember

Fimmtudaginn 19. desember

Miðvikudaginn 18. desember

Loka