Ætluðu að lífláta konu

Frá Valls í Katalóníu á Spáni
Frá Valls í Katalóníu á Spáni Wikipedia.org

Spænska lög­regl­an hef­ur hand­tekið níu karl­menn grunaða um að hafa ætlað að taka konu af lífi. Menn­irn­ir sökuðu kon­una um hórdóm og kváðust vera að fram­fylgja ís­lömsk­um lög­um, að því er spænsk yf­ir­völd sögðu í dag. Karl­menn­irn­ir voru hand­tekn­ir 14. nóv­em­ber s.l. og hafa verið í haldi síðan. 

Menn­irn­ir höfðu fangað kon­una í mars síðastliðnum og haldið henni í ein­angr­un í húsi í Valls í norðaust­ur­hluta Katalón­íu, að sögn yf­ir­valda. Þau segja að menn­irn­ir hafi sett upp dóm­stól til að dæma kon­una fyr­ir hórdóm.

Talsmaður yf­ir­valda sagði að karl­arn­ir hafi sett á fót dóm­stól til að dæma eft­ir ís­lömsk­um sharia lög­um. Hann sagði að þeir hafi réttað yfir kon­unni og fundið hana dauðaseka. Henni tókst síðan að flýja úr hald­inu og greina lög­regl­unni frá því sem gerðist. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 12. apríl

Föstudaginn 11. apríl

Fimmtudaginn 10. apríl

Miðvikudaginn 9. apríl