EM: Allir klárir í slaginn gegn Frökkum

Ólafur Stefánsson ásamt íslenskum stuðningsmönnum í Austurríki.
Ólafur Stefánsson ásamt íslenskum stuðningsmönnum í Austurríki. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik sagði við mbl.is í dag að ástandið á leikmönnum landsliðsins væri ótrúlega gott en liðið hefur leikið sex leiki á tíu dögum og á eftir að spila tvo leiki til viðbótar.

,,Það er enginn meiddur í liðinu. Ingimundur átti við smá meiðsli að stríða í upphafi vikunnar í nára en hann hefur jafnað sig af þeim. Hann hafði gott að hvíldinni í leiknum við Rússana,“ sagði Elís.

Íslensku leikmennirnir eru þessa stundina á æfingu í Wiener Stadthöllinni þar sem þeir leggja lokahönd á undirbúninginn gegn Frökkum. Leikurinn verður klukkan 13 að íslenskum tíma á morgun. 

Frakkar eru núverandi heims- og Ólympíumeistarar og geta fyrstir allra orðið heims- ólympíu- og Evrópumeistarar á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Íþróttir, EM í handbolta — Fleiri fréttir

Sunnudaginn 22. desember

Þriðjudaginn 17. desember

Sunnudaginn 15. desember

Föstudaginn 13. desember

Fimmtudaginn 12. desember

Miðvikudaginn 11. desember

Þriðjudaginn 10. desember

Mánudaginn 9. desember

Sunnudaginn 8. desember

Laugardaginn 7. desember

Föstudaginn 6. desember

Fimmtudaginn 5. desember

Miðvikudaginn 4. desember

Þriðjudaginn 3. desember

Loka