800 vilja verða Solla stirða

Áheyrnarprufur eru hafnar og hér er Magnús Scheving umkringdur framtíðar …
Áheyrnarprufur eru hafnar og hér er Magnús Scheving umkringdur framtíðar Sollum. Heiddi / Heiðar Kristjánsson

Prufur fara fram í dag á Hótel Nordica á vegum Latabæjar, þar sem finna á arftaka bandarísku leikkonunnar er leikið hefur Sollu stirðu. Um 800 stúlkur og konur á aldrinum 8-28 ára hafa skráð sig í prufurnar.

Þetta kom fram í samtali við Magnús Scheving, íþróttaálf og stofnanda Latabæjar, í viðtali við Simma og Jóa á Bylgjunni í morgun. Gríðarlegur áhugi er greinilega á því að leika Sollu en Magnús ætlar að vera áfram í hlutverki íþróttaálfsins. Undirbýr sig hann af kappi fyrir Latabæjarhátíð í Laugardalshöll sem fram fer 27. mars nk. Þar á m.a. að kynna nýja Sollu stirðu til leiks.

Magnús ræðir við þátttakendur í áheyrnarprufum á Hótel Nordica í …
Magnús ræðir við þátttakendur í áheyrnarprufum á Hótel Nordica í morgun Heiddi / Heiðar Kristjánsson
Um 800 stelpur vilja verða næsta Solla stirða.
Um 800 stelpur vilja verða næsta Solla stirða. Heiddi / Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Veröld/Fólk — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 4. janúar

Föstudaginn 3. janúar

Fimmtudaginn 2. janúar

Miðvikudaginn 1. janúar

Þriðjudaginn 31. desember

Mánudaginn 30. desember

Sunnudaginn 29. desember

Laugardaginn 28. desember

Föstudaginn 27. desember

Fimmtudaginn 26. desember

Miðvikudaginn 25. desember

Þriðjudaginn 24. desember

Mánudaginn 23. desember