800 vilja verða Solla stirða

Áheyrnarprufur eru hafnar og hér er Magnús Scheving umkringdur framtíðar …
Áheyrnarprufur eru hafnar og hér er Magnús Scheving umkringdur framtíðar Sollum. Heiddi / Heiðar Kristjánsson

Prufur fara fram í dag á Hótel Nordica á vegum Latabæjar, þar sem finna á arftaka bandarísku leikkonunnar er leikið hefur Sollu stirðu. Um 800 stúlkur og konur á aldrinum 8-28 ára hafa skráð sig í prufurnar.

Þetta kom fram í samtali við Magnús Scheving, íþróttaálf og stofnanda Latabæjar, í viðtali við Simma og Jóa á Bylgjunni í morgun. Gríðarlegur áhugi er greinilega á því að leika Sollu en Magnús ætlar að vera áfram í hlutverki íþróttaálfsins. Undirbýr sig hann af kappi fyrir Latabæjarhátíð í Laugardalshöll sem fram fer 27. mars nk. Þar á m.a. að kynna nýja Sollu stirðu til leiks.

Magnús ræðir við þátttakendur í áheyrnarprufum á Hótel Nordica í …
Magnús ræðir við þátttakendur í áheyrnarprufum á Hótel Nordica í morgun Heiddi / Heiðar Kristjánsson
Um 800 stelpur vilja verða næsta Solla stirða.
Um 800 stelpur vilja verða næsta Solla stirða. Heiddi / Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Veröld/Fólk — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 4. febrúar

Mánudaginn 3. febrúar

Sunnudaginn 2. febrúar

Laugardaginn 1. febrúar

Föstudaginn 31. janúar

Fimmtudaginn 30. janúar

Miðvikudaginn 29. janúar

Þriðjudaginn 28. janúar

Mánudaginn 27. janúar