Iðnaðarmálagjald andstætt félagafrelsi

Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg.
Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í morg­un að þeirri niður­stöðu að ís­lensk lög um iðnaðar­mála­gjaldið stand­ist ekki ákvæði mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Um er að ræða mál, sem Vörður Ólafs­son höfðaði gegn ís­lenska rík­inu en Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu árið 2005 að álagn­ing iðnaðar­mála­gjalds­ins hefði verið lög­mæt.

Dóm­stóll­inn í Strass­borg komst  að þeirri niður­stöðu, að ís­lensk stjórn­völd hefðu ekki getað rétt­lætt þá íhlut­un í fé­laga­frelsi Varðar, sem fæl­ist í gjald­inu og ekki tryggt jafn­væg­is milli rétt­ar hans til að neita aðild að fé­lagi og þeirra hags­muna sem fæl­ust í því að þróa og efna iðnað í land­inu. Þess vegna hefði ríkið brotið gegn 11. grein mann­rétt­inda­sátt­mál­ans um fé­laga­frelsi. 

Úrsk­urðaði dóm­stóll­inn að ís­lenska ríkið skuli greiða Verði 26 þúsund evr­ur í máls­kostnað en hann hafði ekki farið fram á skaðabæt­ur.

Iðnaðar­mála­gjald, 0,08%, er lagt á all­an iðnað í land­inu. Tekj­ur af gjald­inu renna til Sam­taka iðnaðar­ins og á að verja þeim til að vinna að efl­ingu iðnaðar og iðnþró­un­ar í land­inu.

Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um iðnaðar­ins seg­ir, að niðurstaðan sé von­brigði. Tví­veg­is hafi Hæstirétt­ur Íslands fjallað um málið og kom­ist að ann­arri niður­stöðu en nú hafi mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn kveðið upp sinn dóm. 

„Sam­tök iðnaðar­ins áttu ekki aðild að þess­um dóms­mál­um enda þótt þau vörðuðu gjald sem iðnaður­inn í land­inu greiðir og renn­ur til þeirra. Það var ríkið sem var varn­araðili í mál­inu enda fjallað um lög frá Alþingi sem hafa verið í gildi um ára­tuga­skeið. Niðurstaðan hef­ur mik­il áhrif á rekst­ur Sam­taka iðnaðar­ins og þar með hags­muna­gæslu iðnaðar­ins í land­inu. Niðurstaðan mun einnig hafa áhrif á fjár­mögn­un annarra hags­muna­sam­taka og verk­efna í at­vinnu­líf­inu.

Sam­tök iðnaðar­ins munu þegar í stað óska eft­ir viðræðum við iðnaðarráðherra um fram­hald máls­ins og hvernig ís­lensk stjórn­völd hyggj­ast bregðast við," seg­ir í til­kynn­ingu SI.

Dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu

Til­kynn­ing dóm­stóls­ins

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar frá 2005

Lög um iðnaðar­mála­gjald

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert